Úrslitin frá Ólympíudögum Evrópæskunnar í Serbíu.
Þau Gunnar Örn Arnarson, Soffía Klemenzdóttir og Svandís Þóra Sæmundsdóttir kepptu eins áður hefur komið fram á Ólympíudögum Evrópuæskunnar sem fram fóru í Belgrad í Serbíu. Þetta mót kemur til með að stækka reynslubanka þessara sundmanna mjög mikið, því keppt var við erfiðar aðstæður, gríðalegur hiti í mikilli hitabylgju. Hiti allt uppí 50 gráður, og þar sem sundmennirnir gistu var ekki loftkæling sem verður að teljast frekar óþægilegt og erfitt yfir vikutíma. Gunnar Örn keppti í 200m bringusundi 2.32.91 (+1,5) og 400m fjórsundi (-6,3) frábær bæting. Svandís synti 200 m flugsund (+2,0) 17. sæti og eingöngu 3/100 frá b-úrslitum, einnig var hún í boðsundsveit Íslands í 4 x 200m skriðsundi þar sem hún synti á sínum besta tíma 2,15,62. Soffía keppti í flestum greinum allra íslensku sundmannanna og úrslit hennar voru sem hér segir, 100m skriðsund (+0,6), 100 flugsundi (+0,4). Hún komst hinsvegar í B-úrslit í 200 metra fjórsundi 2.30.58 (+2,1) en gerði ógilt í því miður ógilt í úrslitasundinu. Hún var síðan einnig dæmd ógild í undanrásum 400m fjórsundins fyrir sama tækniatriðið þ.e. skiptingu úr baki í bringu þar sem hún átti að hafa verið komin yfir 90 gráður á bakinu áður en snerting átti sér stað. Samkvæmt þeim tíma sem hún var að synda þar ef sundið hefði verið gilt þá hefði hún einnig náð B-úrslitum í þeirri grein sem hefði verið frábært hjá henni. Yfir heildina getum við sannarlega glaðst yfir þessum árangri hjá þessum frábæru sundmönnum sem eru að feta sín fyrstu spor á alþjóðlegum mótum, því eins og áður sagði þá var þetta mót stórt stykki í reynslubanka þessara sundmanna og kemur til með að gera þau enn betri.