Fréttir

Sund | 7. mars 2012

Vegleg gjöf - Þakkir til foreldra og fyrirtækja

Við fengum skemmtilega heimsókn til okkar á stjórnarfund Sundráðs ÍRB síðastliðinn þriðjudag en þá mættu þau Reynir, Ása og synir (kennd við Bústoð) en þau fóru í það verkefni að safna peningum fyrir nýjum talningarspjöldum sem deildina sárlega vantaði. Þau höfðu samband við mikið af fyrirtækjum sem lögðu þeim lið og upp úr þessu öllu afhentu þau gjafir að verðmæti 800.000.- krónur. Söfnunin gekk svo vel að auk áðurnefndra stafrænu talningarspjalda fengu deildirnar að gjöf eftirfarandi: 6 stk underwater æfingarklukkur, 6 stk æfingarklukkur sem telja ferðir, ber saman tíma á milli ferða auk annarra eiginleika, 2 stk Swimsense armbandsúr, Powerade dunka, Gjafabréf fyrir 30 manns á Pizza Hut og 50 þúsund krónur. Meðfylgjandi mynd er tekin við afhendingu gjafanna og voru það þau Sigurbjörg Róbertsdóttir formaður Sundráðs ÍRB, Falur Helgi Daðason formaður Sunddeildar Keflavíkur og Lúðvik Bárðarson varaformaður Sunddeildar Njarðvíkur sem tóku við gjöfunum frá Reyni Þór, Ásu, Róberti Salvari og Ólafi Garðari. Við hjá Sunddeildinni þökkum kærlega fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem á eftir að nýtast okkur í mörg ókomin ár.

Meðfylgjandi er líka listi yfir þau fyrirtæki sem styrktu þetta frábær framtak. Smellið á myndina með vörumerkjunum og þá birtist hún stærri.