Fréttir

Vel gert Árni Már!
Sund | 7. júní 2012

Vel gert Árni Már!

 

 

Okkar fólk, Árni Már, Erla Dögg og Jóhanna Júlía kepptu á Mare Nostrum í Canet fyrstu vikuna í júní. Stelpurnar stóðu sig vel og syntu báðar í úrslitum þar sem Erla Dögg náði 7 sæti í 50 metra bringusundi og Jóhanna Júlía varð sextánda í 200 metra flugsundi á hennar fyrsta Mare Nostrum. Vel gert dömur!

Maður mótsins var hins vegar Árni Már sem tvíbætti Íslandsmet sitt í 50 metra skriðsundi í riðlakeppninni. Eldra metið hans var 22.81 sem hann setti í Beijing á Ólympíuleikunum árið 2008. Hann bætti þann tíma í riðlakeppninni og synti á 22.69 en hélt svo áfram og bætti um betur og synti á 22.53. Þessi tími er vel undir boðstímum á Ólympíuleikana en er 0.42 sekúndum frá lágmarkinu sem er 22.11. Við óskum honum enn meiri velgengni og sendum hamingjuóskir með þennan góða árangur. Árni átti einnig gott sund í 100 metra skriðsundi og var rétt frá ÍRB metinu þegar hann synti í fyrsta sinn undir 51 sekúndu á tímanum 50.89! Til hamingju Árni Már!