Vel heppnað áheitasund
Sundmenn ÍRB stóðu sig með stakri prýði í áheitasundi sem fór fram sl. föstudag á Ljósanótt. Sundmennirnir sem nutu leiðsagnar og dyggrar aðstoðar liðsmanna björgunarsveitarinnar Suðurnes nutu sín til fullnustu í sundinu. Sundið gekk ótrúlega hratt og vel fyrir sig en sundferðin sjálf tók u.þ.b. klst. Veður var þokkalegt 8 -10 m á sek og sunnanátt og einstaka rigingadropar á stangli. Sjávarhiti var tæplega 12 gráður. Þegar í land var komið þá biðu duglegir og frábærir foreldra með kakó, samlokur og súpu fyrir þreytta og svanga sundmenn. Einnig beið okkar móttökunefnd frá Reykjanesbæ, þeir Steinþór Jónsson og Stefán Bjarkarson og komu þeir færandi hendi og afhentu sundhóp ÍRB áheit frá Reykjanesbæ.
Fulltrúar Reykjanesbæjar, Björgunarsveitarmenn, foreldrar, og allir þeir sem hétu á okkur eða aðstoðu á annan máta:
Við þökkum kærlega fyrir okkur og stefnum að því að gera þetta áheitasund að föstum lið í tengslum við Ljósanótt !
Áfram ÍRB