Fréttir

Sund | 30. janúar 2011

Vel heppnaður æfingadagur

Í gær hittust yfir 50 sundmenn frá Selum, Höfrungum og Hákörlum úr öllum sundlaugunum okkar og áttu saman frábæran dag.

Byrjað var á sundæfingu þar sem 6 þjálfarar, þau Eddi, Steindór, Jóna Helena, Ingi, Guðný og Anthony voru á bakkanum. Hlutfall þjálfara miðað við fjölda barna var mjög gott og því næg athygli fyrir alla.

Í lauginni var hópnum skipt í tvennt og unnu báðir hópar með ýmis grunnatriði eins og straumlínu líkamans í vatninu, fótatök og snúninga. Allir skiluðu frábærri vinnu og voru nokkrir sem náðu í fyrsta sinn ýmsum mikilvægum áföngum eins og að snúa sér og snúa sér án þess að horfa á vegginn. Æfingin einkenndist af vandvirkni og gleði skein úr mörgum andlitum.

Á eftir sundæfingunni var haldið í íþróttahúsið þar sem farið var í skemmtilega leiki og allir sungu afmælissönginn fyrir Edda í tilefni dagsins. Strákarnir voru eldheitir í dodgeball og stelpurnar sýndu hæfileika sýna í Snatch.

Þjálfarar og sundmenn eiga bestu þakkir skilið fyrir að gera þetta að svo ánægulegum viðburði.

Anthony Kattan
Yfirþjálfari ÍRB