Fréttir

Sund | 18. maí 2008

Vel heppnuðu Sparisjóðsmóti lokið

Um klukkan 18:00 í dag lauk Sparisjóðsmóti ÍRB í Vatnaveröld. Mótið var fjölmennt og stóð frá föstudegi til sunnudags. Á mótið mættu 16 lið með um 600 keppendur og er þetta án efa eitt stærsta sundmót sem haldið hefur verið. Fjölmargt var í boði fyrir þá sundmenn sem sóttu sundmótið annað en synda. Þátttakendum var boðið í bíó á ævintýramyndina Nim's Island. Þá gerði bingóið á laugardagskvöldið mikla lukku að ónefndum sjóræningjaleik á föstudeginum þar sem yngstu sundmennirnir reyndu að bjarga þátttakendapeningum sínum. Það voru þreyttir en ánægðir sundmenn sem héldu heim seinnipartinn í dag. Við þökkum öllum sem tóku þátt í þessu skemmtilega móti og vonumst við til að sjá sem flesta að ári.

Myndir frá hlutum 1-4 eru komnar á netið.

Meðfylgjandi mynd er af þeim keppendum sem fengu farandbikara fyrir bestu 200m sundin og formenn sunddeilda Umfn og Keflavíkur afhenda Daða Þorgrímssyni hjá Sparisjóðnum AMÍ bikarinn til varðveislu fram að næsta AMÍ sem haldið verður í Reykjanesbæ í júní.

Öll úrslit og Hy-tek skrár mótsins eru komnar á síðu mótsins.