Fréttir

Sund | 17. maí 2009

Vel heppnuðu Sparisjóðsmóti lokið

Líf og fjör var  á Sparisjóðsmóti ÍRB um helgina. Sundmenn hafa nú lokið keppni og mikið af góðum sundum litið dagsins ljós. Bryndis Rún Hansen sundfélaginu Óðni náði lágmörkum fyrir Evrópumeistaramót unglinga með frábæru sundi í 200m fjórsundi. Pálmi Guðlaugsson sunddeild Fjölnis setti tvö Íslandsmet í flokki fatlaðra S6. Hann setti Íslandsmet í 400m skriðsundi og 200m baksundi og jafnframt náði hann lágmörkum á EM 50. Fjölmargir sundmenn hafa verið að bæta sína tíma og margir hafa náð lágmörkum á AMÍ, ásamt því að fjölmörg ný Sparisjóðsmótsmet litu dagsins ljós

Í lok móts þá fengu stigahæstu sundmenn 13 - 14 ára og 15 ára og eldri afhenta farandbikara fyrir bestu afrek mótsins í 200m grein.

 

Stigahæstu sundmenn 13 - 14 ára voru:

Júlía Rún Rósbergsdóttir Óðni fyrir 200m skriðsund

Daníel Hannes Pálsson Fjölni fyrir 200m skriðsund.

 

Stigahæstu sundmenn 15 ára og eldri voru:

Erla Dögg Harlaldsdóttir ÍRB fyrir 200m bringusund

Árni Már Árnason ÍRB fyrir 200m bringusund

 

Stjórnir deildanna vilja koma á framfæri þakklæti til fjölmargra aðila:

 

Til aðalstyrktaraðila mótsins Sparisjóðnum í Keflavík sem ötullega hefur stutt okkur í gegnum tíðina.

 

Til allra þeirra sundfélaga sem tóku þátt á mótinu fyrir frábæra keppni og flott sundfólk.

 

Til foreldrahóps ÍRB sem kom að skipulagi, undirbúningi, framkvæmd og tiltekt vegna mótsins sem gerði þetta að frábæru sundmóti.

 

Til starfsfólks sundlaugarinnar og Reykjanesbæjar fyrir alla aðstoð við framkvæmd mótsins.

 

Takk fyrir frábæra helgi !

 

Stjórnirnar

 

Fleiri myndir í myndasafni hér á heimasíðunni.