Fréttir

Vel lukkaður æfingadagur
Sund | 5. maí 2014

Vel lukkaður æfingadagur

Þriðji og síðasti æfingadagur sundársins var sérstaklega tileinkaður snúningum. Þjálfararnir fengu það verkefni að kenna öllum að gera ýmsa mismunandi snúninga fyrir lok æfingarinnar. Þetta var nokkur áskorun þar sem margir sundkrakkar eru nýkomnir upp um hóp.

  
Sprettfiskar áttu að klára að synda 50 m með stungu og snúningi, flugfiskar 100 m með stungu og þremur snúningum og sverðfiskar áttu að ná að synda 200 m með stungu og 7 snúningum. 

Allir sundmenn sem gátu verið alla æfinguna stóðu sig með  prýði og náðu markmiðinu. Það var frábært að sjá og sýnir okkur að oft geta krakkarnir miklu meira en við höldum.

  

Bestu þakkir fá þjálfararnir Sóley, Hjördís, Ester og Helga fyrir góða vinnu með sundkrökkunum.

Gangi ykkur öllum vel á Landsbankamótinu.