Fréttir

Sund | 8. október 2010

Velheppnuð fjallganga

Seinnipartinn í gær fóru sundgarpar úr Hákörlum og Höfrungum í fjallgöngu. Gengið var á Þorbjörn og er skemmst frá því að segja að sundmennirnir okkkar brunuðu uppá á fjallið eins og ekkert væri. Þegar upp var komið þá var aðeins stoppað til að njóta stórkostlegs útsýnis og taka nokkrar myndir. Síðan var haldið niður í fallegt rjóður þar sem við gæddum okkur á einstaklega góðri súpu og brauðum frá IGS, ásamt því að krakkarnir hlupu milli trjánna í rjóðrinu á eftir kanínunum sem þar búa. Allan tímann léku veðurguðirnir við okkur og það var bæði bjart og milt veður allan tímann, en skömmu áður höfðu gríðarlegar skúrir gengið yfir. Takk fyrir skemmtilega ferð kæru sundmenn og foreldrar. Fjallgöngukveðja, þjálfarar.