Fréttir

Vill barnið þitt æfa sund?
Sund | 9. janúar 2013

Vill barnið þitt æfa sund?

Ef barnið þitt langar að æfa sund er ekkert mál að skrá sig.

Fyrsta sem þarf að gera er að koma í prufutíma í Vatnaveröld sem er alla laugardaga kl. 12.15-12:45. Þar er Hjördís þjálfari í innilauginni, grynnri enda og tekur á móti barninu. Barnið er látið gera léttar æfingar og þjálfari metur hvaða hópur hentar best.

Þegar barnið hefur lokið æfingunum færðu blað með upplýsingum hvernig þú skráir barnið. Þú velur félag og hringir í viðkomandi gjaldkera sem segir þér hvort laust er í hópnum, hvert æfingargjaldið er, tekur við greiðsluupplýsingum og skráir barnið. Barnið mætir svo á næstu æfingu í þeirri laug sem þið kusuð.

Yfirleitt er sami hópur í boði í mörgum laugum. Við erum með æfingar í Akurskóla, Heiðarskóla, Njarðvíkurskóla og elstu hópana í Vatnaveröld.

Hlökkum til að sjá sem flesta á laugardaginn, enn er laust í nokkrum hópum.