Fréttir

Sund | 25. september 2007

VÍS (sund) mót Ægis

VÍS (sund) mót ÆGIS fer fram  í Laugardalslaug 28. – 30. september 2007

Ágætu sundmenn og foreldrar/forráðamenn
Núna eru mótin að hellast yfir okkur og um næstu helgi munum við keppa á VÍS mót Ægis.  Þið eruð vinsamlegast beðin um að kynna ykkur allar tímasetningar í þaula.  Undanfarin ár hafa verið gifturík hvoru tveggja fyrir félagið sem lið og einnig hafa einstaklingar fagnað góðu gengi.  Það er markmið okkar að gera enn betur á þessu tímabili og ef svo á að vera verða allir að standa saman og sína styrk liðsins hvoru tveggja ofan í lauginni og í hvatningunni sem verður að vera til staðar á bakkanum.
 Munið að hafa gott nesti með þ.e. samlokur, ávaxtadrykki og ávexti/grænmeti.  Munið að hafa ÍRB fatnaðinn meðferðis við verðum í vínrauðu bolunum á laugardaginn og rauðu ÍRB bolunum á sunnudaginn.  Ekki gleyma ÍRB sundhettunum og rétta sundfatnaðinum.  Foreldrar sjá um að koma börnum sínum til og frá Laugardalslauginni.
Keppt verður í 25m laug í fimm hlutum á þremur dögum. Á föstudegi verður keppt í flokki 13 ára og eldri í 50m greinum og opnum flokki í 800m og 1500m skriðsundi. Á laugardegi og sunnudegi verður keppt í 12 ára og yngri fyrir hádegi og 13 ára og eldri eftir hádegi. Það eru engin tímalágmörk á mótið, takmarkaður verður fjöldi riðla við þrjá í greinum sem eru 400 metra og lengri. Við áskiljum okkur þó einnig rétt að takmarka fjölda riðla frekar ef þess gerist þörf.
Aldursflokkar
Hnokkar/Hnátur Sveinar/Meyjar Drengir/Telpur Piltar/Stúlkur Karlar/Konur
10 ára og yngri 12 ára og yngri 14 ára og yngri 15-17 ára 18 ára og eldri
Verðlaun
Veittir verða verðlaunapeningar fyrir 1., 2., og 3. sæti í öllum greinum.
Vátryggingafélag Íslands mun veita stigahæstu einstaklingunum veglega bikara. Valið verður stigahæsti sveinninn, meyjan, drengurinn, telpan, pilturinn, stúlkan, karlinn og konan út frá samanlögðum árangri í þremur greinum samkvæmt stigatöflu FINA.

Greinauppröðun á mótinu og allar tímasetningar sem hafa ber í huga er hægt að finna á aegir.is eða með því að smella hér!


Sundkveðjur,  þjálfarar