Fréttir

Sund | 15. febrúar 2009

Yfirburðasigur/meyjamet og myndir

Lið ÍRB vann yfirburðasigur á Gullmóti KR en þetta er 7. árið sem liðið vinnur í liðakeppni félaga á þessu móti. Ágætir tímar náðust í nokkrum greinum en okkar elstu sundmenn eru í þungum æfingum fyrir IM 50. Ólöf Edda Eðvarðsdóttir náði frábærum árangri á mótinu en hún hóf mótið á að setja mótsmet í 50m bringusundi 11-12 ára meyja á föstudagskvöldinu og í dag bætti hún um betur og setti sitt fyrsta aldursflokkamet í meyjaflokki. Metið setti hún í 200m bringusundi þegar hún synti á tímanum 3.00.18 og bætti um leið met frá 2007 sem Eygló Ósk Gústafsdóttir átti. Í stigakeppni einstaklinga þá sigraði Ólöf Edda í stigakeppni meyja 11 - 12 ára og Baldvin Sigmarsson varð þriðji í flokki sveina 11 -12 ára. Áður var minnst á árangur Davíðs á Super Challenge sem var geysiflottur. Frábær árangur hjá okkar flotta fólki, til hamingju öll og til hamingju með fyrsta metið Ólöf Edda :-) Stjórn og þjálfarar.

Myndir frá Gullmóti KR sem Dagur Brynjólfsson tók.