Fréttir

Sund | 10. nóvember 2008

Yngri hóparnir flottir !

Tæplega 70 krakkar 12 ára og yngri  kepptu um helgina á Unglingamóti Ármanns. Margir af sundmönnunum  voru að stíga sín fyrstu skref í keppni og mikil gleði og ánægja ríkti í hópnum. Margar bætingar litu dagins ljós, og ný upplifun bættist í reynslubanka sundmannanna. Það má segja að þessi hópur sé seinni  bylgjan af 12 ára og yngri því helgina á undan þá var talsverður fjöldi 12 ára og yngri sundmanna á Unglingamóti Fjölnis, þannig að við eigum mikið af efnilegu fólki. Framtíðin er því björt ef sundmennirnir okkar halda sama kraftinum og eru duglegir að mæta og æfa vel. Áfram ÍRB

Sveinasveitin sem vann brons í tveimur boðsundum um helgina.